Word I
Á þessu námskeiði lærir þú hvernig þú getur notað Word til þess að leysa fjölbreytt verkefni.
Þú kynnist helstu skipunum í forritinu og verkfæri. Þú lærir grunnatriði í útlitismótun og uppsetning texta og kynnist prentun. Þú vinnur með myndefni og aðlagar það að texta, vinnur með töflur, inndrátt og sniðmát (e. templates).
Hæfniviðmið
Að byggja upp góða grunnfærni í Word forritinu.
Að auka þekkingu til að forritið nýtist þátttakendum til fulls.
Fyrirkomulag
Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 778 8805 milli kl. 10 – 11 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- Verð39.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAllir sem vilja nýta kosti Word til fullnustu.
- Gott að vitaVefnám sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
25.01.2023 | Word grunnur | Bjartmar Þór Hulduson |