SSH | Líkamsbeiting
Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Talið er að hægt sé að koma að mestu leyti í veg fyrir heilsuskaða af því tagi með forvörnum og fræðslu um rétta líkamsbeitingu við vinnu.
Efni námskeiðs
- Helstu atriði er varða stoðkerfi líkamans, uppbygging hryggjar og líkamsstöðu.
- Helstu áhættuþættir fyrir álagseinkennum við vinnu.
- Vinnustöður/líkamsbeiting. Hvað er æskilegt, hvað ekki og af hverju.
- Kennslan verður brotin upp með sýnikennslu og einföldum verklegum æfingum í beitingu líkamans.
Hæfniviðmið
Að auka þekkingu á stoðkerfi líkamans.
Að auka vitund um mikilvægi æskilegrar líkamsbeitingar.
Að þátttakendur geti tileinkað sér vinnustöður sem taldar eru æskilegar við störf þeirra.
Að auka skilning á áhrifum samvinnu og vinnuanda í vinnuhópum.
Fyrirkomulag
Umræður, fyrirlestur og verkefni.Helstu upplýsingar
- Tími16. apríl, kl. 16.00 - 18.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd2 klst.
- UmsjónGuðný Jónsdóttir, sjúkraþjálfari MSc., sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og stöðustjórnun.
- StaðsetningHúsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi.
- Gott að vitaNámskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is5500060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
16.04.2024 | Líkamsbeiting | 16:00 | 18:00 | Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Vinnuheilsu |