SSH | Skipulögð vinnubrögð í daglegum stuðningi við fatlað fólk

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig nýta má mismunandi útfærslur af sjónrænu skipulagi með notendum í daglegu lífi og verklýsingar tengt þeim. Einnig verður fjallað um félagsfærni-, undirbúning- og upplýsingasögur. 

Kennt verður hvernig nýta má tímavaka til stuðnings í mismunandi aðstæðum. 
Áhersla verður á að kynna mismunandi leiðir út frá ólíkum þörfum notenda. 

Hæfniviðmið

Að skilja mikilvægi skipulagðra vinnubragða í daglegum stuðningi við fatlað fólk.

Að öðlast færni í að aðlaga skipulögð vinnubrögð að þörfum hvers og eins notanda.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, verkefni og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    30. september 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Gunnhildur Á Jóhannsdóttir, málastjóri Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana
  • Staðsetning
    Húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag
  • Gott að vita

    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag).

  • Mat
    Fyrirkomulag er fyrirlestur, verkefni og umræður.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.09.2024Grunnþættir faglegs dagskipulags09:0012:00Gunnhildur Á Jóhannsdóttir