Blindir og sjónskertir viðskiptavinir

Blindir og sjónskertir viðskiptavinir; gagnleg ráð fyrir starfsfólk.

Á námskeiðinu er fjallað um vísbendingar um að einstaklingur sé blindur eða með skerta sjón og hvaða hindranir verða helst á vegi blindra og sjónskertra. Þátttakendur fá ábendingar og ráð um hvernig megi ryðja hindrunum úr vegi og hvaða aðferðir gagnist best við að þjónusta hópinn.

Stofnanir og fyrirtæki taka á móti fjölbreyttum hópi viðskiptavina. Meðal þeirra eru einstaklingar sem hafa skerta eða litla sem enga sjón. Nauðsynlegt er að starfsfólk sé meðvitað um hvað getur gefið vísbendingu um að einstaklingur sé blindur eða með skerta sjón. Starfsfólk þarf einnig að þekkja helstu hindranir sem geta mætt blindum og sjónskertum og kunna leiðir til að ryðja þeim úr vegi eða lágmarka virkni þeirra þannig að blindir og sjónskertir njóti sömu hágæða þjónustu og aðrir viðskiptavinir og þjónustuþegar.

Umfjöllunarefni:

  • Þema 1: Farið yfir mismunandi sjónskerðingar og áhrif þeirra á sjónnýtingu.
  • Þema 2: Farið yfir helstu hindranir sem blindir og sjónskertir mæta í umhverfinu og hvernig er hægt að bæta aðgengi.
  • Þema 3: Hagnýt ráð og nálgun, leiðsögn og hjálpartæki.

Námskeiðið byggir á afurð evrópska samstarfsverkefnisins VAPETVIP, Virtual Academy for Professionals in Education and Training of Visually Impaired People. Markmið verkefnisins var m.a. að útbúa námsefni til að auka þekkingu og hæfni þeirra sem starfa með blindum og sjónskertum. Fulltrúi Íslands í evrópusamstarfinu var Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Hæfniviðmið

Að efla hæfni starfsmanna til að veita blindum og sjónskertum einstaklingum hágæða þjónustu til jafns við aðra viðskiptavini og þjónustuþega.

Að þátttakendur þekki helstu vísbendingar sem gefa í skyn að viðskiptavinur er blindur eða sjónskertur, skilji hvaða atriði í umhverfinu geta valdið blindum og sjónskertum vanda og hvernig hægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi eða lágmarka virkni þeirra á einfaldan máta.

Að þátttakendur öðlist sjálfstraust til að mæta blindum og sjónskertum á þeirra forsendum og geti þannig veitt þeim samskonar þjónustu og öðrum viðskiptavinum.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur, upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 6. október kl. 09:00 - 11:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Estella Björnsson og Vala Jóna Garðarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (Miðstöðin).
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    11.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá stofnunum og fyrirtækjum sem sinnir móttöku, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Skráðir þátttakendur geta nálgast upptöku í eina viku eftir að námskeiði lýkur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.10.2022Blindir og sjónskertir viðskiptavinir 09:0011:00Estella Björnsson og Vala Jóna Garðarsdóttir