Framúrskarandi teymi
Vilt þú byggja upp öflugt og árangursríkt teymi?
Rannsóknir sýna að áhrif umhverfis eru mikil og styðja við að teymi séu framúrskarandi. Stjórnendur sem byggja upp starfsumhverfi þar sem markmiðin eru skýr og sálrænt öryggi ríkir, sjá meiri árangur.
Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn inn í mikilvægi starfsumhverfisins og áhrif þess á liðsheild og samvinnu. Fjallað verður um þá þætti sem eru nauðsynlegir til þess að byggja upp umhverfi sálræns öryggis og jákvæðrar menningar.
Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur munu taka virkan þátt í námskeiðinu. Kennsluaðferðir eru meðal annars æfingar, dæmi og umræður.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Mikilvægi liðsheildar og samvinnu.
- Leiðtogahæfni.
- Sálrænt öryggi og samskipti.
- Vinnustaðamenningu.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir mikilvægi liðsheildar.
Að geta nýtt þekkingu og færni til þess að byggja upp öflugt teymisumhverfi.
Að geta notað góða leiðtogafærni og hæfni til að efla teymið þitt.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og æfingar.
Helstu upplýsingar
- Tími6. mars 2025, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 20. febrúar, kl. 10.00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónÍris Sigtryggsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnendamarkþjálfi
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir alla stjórnendur með mannaforráð eða þau sem stýra teymum í styttri eða lengri verkefnum.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting, þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.03.2025 | Framúrskarandi teymi | 09:00 | 12:00 | Íris Sigtryggsdóttir |