Fjársýslan | Fræðsla fullorðinna
Fjallað er um fullorðna námsmenn og helstu einkenni þeirra. Farið er yfir nokkra námsstíla og hvað getur ýtt undir eða hindrað nám og bent á hagnýt atriði til að hafa í huga þegar fræðsla er undirbúin og framkvæmd.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:
- Hæfni - þekking - leikni - viðhorf.
- Fullorðnir námsmenn og sérkenni þeirra.
- Að vera leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu.
- Gerð og framsetning hæfniviðmiða, kennsluefnis og verkefna.
- Miðlun fræðslu: Eitt og annað til að hafa í huga þegar fræðsla er framkvæmd.
Hæfniviðmið
Að auka skilning á sérkennum fullorðinna námsmanna.
Að auka hæfni í að skipuleggja og framkvæma nám fyrir fullorðina.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- TímiMánudaginn 3. febrúar 2025 kl. 13.00-15.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd2 klst.
- UmsjónGuðfinna Harðardóttir
- StaðsetningHúsnæði Starfsmenntar að Skipholti 50b, Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFræðsluhópur Fjársýslu ríkisins
- Gott að vitaNámskeiðið er einungis ætlað þeim sem hafa verið boðin á það og eru þátttakendur í fræðsluhópi Fjársýslu ríkisins.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsGuðfinna Harðardóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
03.02.2025 | Fræðsla fullorðinna | 13:00 | 15:00 | Guðfinna Harðardóttir |