Excel II
Á þessu námskeiði byggir þú ofan á grunninn í Excel I.
Á þessu námskeiði lærir þú að nota flóknari gagnavinnsluföll (e. functions), síur og gagnaprufun. Þú kynnist mikilvægustu gagnavinnsluföllunum, snúningstöflum (e. Pivot), lærir á uppflettiföll, leitar- og rökfræðiföll. Þú lærir að sækja gögn í gagnavinnslukerfi og hvernig á að raða þeim og sía (e. Data Validation) ásamt því að læra á tengingar milli skjala og innan vinnubókar, verndun og læsingu gagna, fjölvavinnslu (Macros) og gerð þeirra og fjármálaföll.
Hæfniviðmið
Að geta notfært sér ýmiss gagnavinnsluföll.
Að geta notað gagnavinnslukerfi á nytsamlegan hátt.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 3. september 2024 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- Verð39.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem hafa lokið Excel I eða hafa haldbæra reynslu af Excel og vilja bæta kunnáttu sína og færni.
- Gott að vita
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
03.09.2024 | Excel framhald | 23:59 | 23:59 | Bjartmar Þór Hulduson |