Heilaheilsa og þjálfun hugans

Á námskeiðinu verður fjallað um heilaheilsu og hvernig hugrænir þættir; einbeiting, athygli, minni, skipulagsfærni og félagsskilningur, hafa áhrif á okkar daglega líf.

Hugræn geta á við um starfsemi heilans sem gerir okkur kleift að vera virk í daglegu lífi. Áhersla á heilaheilsu hefur aukist síðustu áratugina og rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi ýmissa leiða til að þjálfa heilann, s.s. hreyfingu, nám, fjölbreytt áhugamál og hugræna þjálfun. Hugræn þjálfun hefur víða verið rannsökuð og er nú í boði sem meðferð fyrir ýmsa hópa.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Heilaheilsu og hugræna þætti; einbeitingu, athygli, minni, félagsskilning og áhrif þeirra á daglegt líf.
  • Leiðir til að auka innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika.
  • Hugræna þjálfun.
  • Hvernig á að útbúa þjálfunaráætlun til að bæta hugræna getu og meta árangurinn.

Hæfniviðmið

Að öðlast þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi.

Að öðlast betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika.

Að læra leiðir til að þjálfa hugann.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, æfingar og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. og 14. október 2024, kl. 17.15 - 20.15. Skráningu lýkur 20. september kl. 10.00.
  • Lengd
    7 klst.
  • Umsjón
    Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við HÍ
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja fræðast um heilaheilsu og leiðir til að þjálfa hugræna þætti á markvissan hátt.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.10.2024Heilaheilsa og þjálfun hugans17:1520:45Ólína G. Viðarsdóttir
14.10.202417:1520:15