Erfið starfsmannamál
Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum.
Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Hvað fellur undir erfið starfsmannamál
- Hvað geri þessi mál erfið
- Úrræði og leiðir
- Hvernig megi þjálfa og nýta hæfni til að fyrirbyggja og leysa úr erfiðum málum
Hæfniviðmið
Að auka innsýn í leiðir fyrir stjórnendur til að taka á erfiðum starfsmannamálum
Að öðlast betri þekkingu á því hvernig má fyrirbyggja erfið mál
Að auka hæfni í starfsmannastjórnun
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður. Þátttakendum verður gefið svigrúm til að ræða saman um þetta viðfangsefni og þeir beðnir um að taka virkan þátt og vera tilbúnir til að deila reynslu sinni sem stjórnendur.
Helstu upplýsingar
- Tími22. janúar 2025, kl. 08.30 - 12.30. Skráningu lýkur 8. janúar kl.10.00.
- Lengd4 klst.
- UmsjónGuðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStjórnendur sem hafa reynslu af mannauðsmálum.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
22.01.2025 | Erfið starfsmannamál | 08:30 | 12:30 | Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir |