Fangelsismálastofnun | Menningarnæmi
Menningarnæmi felur það í sér að læra að vinna með og skilja ólíkan menningarlegan bakgrunn. Markmið námskeiðsins er að auka menningarfærni og hæfni okkar í samskiptum við einstaklinga af margbreytilegum uppruna.
Fræðslan er aðlöguð að starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar og fjallar m.a. um fjölbreytni, kynbundna þætti, fordóma og menningarlæsi. Kjarni námskeiðsins snýr að viðhorfum og með hvaða hætti ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á framkomu. Jafnframt er fjallað almennt um fordóma og viðhorf (bæði meðvituð og ómeðvituð) og hvernig hægt er að komast hjá mismunun og staðalímyndum.
Hæfniviðmið
Að auka menningarfærni og hæfni í samskiptum við einstaklinga af margbreytilegum uppruna
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- TímiMánudagur 12. febrúar kl. 9-12. Skráningu lýkur á hádegi 9. febrúar
- Lengd3 klst.
- UmsjónEyrún Eyþórsdóttir, lektor við Lögreglufræðideild HA
- StaðsetningTEAMS
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Fangelsismálastofnunar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
12.02.2024 | Menningarnæmi | 09:00 | 12:00 | Eyrún Eyþórsdóttir |