Stjórnsýsla og lagaumhverfi hins opinbera og málsmeðferð

Fjallað verður um ákvæði stjórnsýslulaga, kröfur um háttsemi starfsfólks og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda. Þá er einnig fjallað um skráningu mála og upplýsinga og aðgang að gögnum samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum.

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:

  • Stjórnsýsla og lagaumhverfi hin opinbera
  • Málsmeðferð
  • Hæfisreglur stjórnsýslulaga
  • Tjáningarfrelsi opinbers starfsfólks
  • Leiðbeiningarskylda stjórnvalda
  • Skráning mála og aðgangur að upplýsingum

Hæfniviðmið

Að kynnast nokkrum af grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu og þýðingu þeirra fyrir starfið

Að þekkja til ákvæða um málsmeðferðir og stjórnvaldsákvarðanir auk leiðbeiningarskyldu stjórnvalda

Að þekkja hvaða kröfur gilda um skráningu mála, upplýsinga og erinda sem berast stjórnvöldum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. febrúar 2025, kl. 9.00 -12.00. Skráningu lýkur 18. febrúar kl. 12.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Valgeir Þór Þorvaldsson, sérfræðingur hjá KMR
  • Staðsetning
    Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.02.2025Stjórnsýsla og lagaumhverfi hins opinbera og málsmeðferð09:0012:00Valgeir Þór Þorvaldsson