Trúnaðarmenn Sameykis | Streita og aðferðir við að ná tökum á henni

Fræðsluerindi sem ætlað er að efla þátttakendur í að horfa til margvíslegra þátta í vinnuumhverfi, verkskipulagi, stjórnun og eigin hegðun sem eru líklegir til að vera streituvaldar í lífi og starfi. Þátttakendur fá góð ráð og fá fræðslu um viðurkenndar leiðir (HAM) til að ná tökum á streitu og til að vinda ofan af sér í dagsins önn.

Hæfniviðmið

Að átta sig á hvað streita er, þekkja streituviðbragðið og helstu streituvalda

Að átta sig á neikvæðum afleiðingum streitu í leik og starfi og hvenær streita er gagnleg

Að þekkja helstu einkenni streitu og leiðir til að bera kennsl á hana hjá okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru

Að þekkja til hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) sem er áhrifarík leið til að vinna gegn streituviðbrögðum og til að greina streituvalda

Að þekkja gagnlegar leiðir til að vinda ofan af sér og hvernig draga megi úr neikvæðum afleiðingum streitu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. nóvember 2024, kl. 11.00-12.00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjöf ehf
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð, 105 Reykjavík/eða í streymi á Teams (þá hakað við í skráningarferli)
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
  • Gott að vita

    Námskeiðið er bæði í staðnámi og í streymi. Í skráningarferlinu er hægt að velja hvort þið viljið mæta á staðinn eða taka námskeiðið í streymi

  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.11.2024Streita og aðferðir við að ná tökum á henni11:0012:00Helena Jónsdóttir