Excel - Pivot

Á námskeiðinu er farið ítarlega í veltitöflur (Pivot Table) og hvernig nota má Excel við framsetningu og úrvinnslu gagna. Fjallað er um það hvernig búa má til kvik mælaborð (dýnamísk) og birta gögn byggt á vali.

Á námskeiðinu er fjallað um veltitöflur (Pivot Table):

  • Uppsetning á gögnum fyrir veltitöflur og auðgun gagna.
  • Virkni veltitaflna, kosti og galla.
  • Notkun sía (filter) og sneiðara (slicer) til að birta gögn.
  • Hvernig vísa má í veltitöflur með formúlum.
  • Pivot gröf og hvernig smíða má mælaborð með því að tengja saman töflur og gröf.

Hæfniviðmið

Að kunna að vinna úr og setja upp gögn með veltitöflum (pivot)

Að geta notað veltitöflur (pivot) við dagleg störf

Fyrirkomulag

Áhersla verður lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur aðstoðaðir við að setja efni námskeiðsins í samhengi við sín daglegu störf.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    14. og 16. október 2024 kl. 12.30 - 16.00. Skráningu lýkur 27. september kl. 10.00.
  • Lengd
    7 klst.
  • Umsjón
    Snorri Sigurðsson, verkfræðingur og sérfræðingur í gagnagreiningum hjá Controlant.
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í Excel, s.s. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja auka hæfni sína í Excel og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum þess.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.10.2024Excel - Pivot12:3016:00Snorri Sigurðsson
16.10.202412:3016:00