Akra | Gerð rekstraráætlana fyrir fagstjórnendur

Kynning á áætlanaferlinu í AKRA, allt frá gerð útkomuspár að skilum til ráðuneytis. Sýnd verða ýmis atriði og möguleikar varðandi vinnu við áætlanakerfið samhliða kynningu á ferlinu sjálfu. Námsefnið verður sérstaklega aðlagað að stjórnendum sem stjórna fagstofnunum og hafa lítinn bakgrunn í fjármálum og rekstri.

Efnisþættir:

  • Skilgreining viðfanga og samtalna
  • Útkomuspá
  • Launaáætlun
  • Ársáætlun
  • Skil til ráðuneytis

Upptaka verður gerð aðgengileg á „Mínar síður“ eftir að námskeiðinu lýkur.

ATH. Þessi námskeið eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna getur látið senda reikning á Starfsþróunarsetrið og gefið upp kennitölu þess 500611-0730 sem greiðanda. Athugið að ekki er nóg að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins.
Ef einstaklingur sem skráir sig á námskeiðið er hvorki aðildarfélagi Starfsmenntar né Starfsþróunarsetursins getur viðkomandi beðið um að reikningur verði sendur á stofnunina sem unnið er hjá og gefur þá upp kennitölu stofnunar.

Hæfniviðmið

Að fagstjórnendur öðlist þekkingu og færni til þess að nota Akra

Fyrirkomulag

Fyrirlestur

Helstu upplýsingar

  • Tími
    9. október kl. 10:00-11:00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Ingvi Þór Elliðason
  • Staðsetning
    Streymi, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    6.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað fagstjórnendum sem koma að gerð rekstraráætlana í áætlanakerfi ríkisaðila, AKRA.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.10.2023Gerð rekstraráætlana fyrir fagstjórnendur10:0011:00Ingvi Þór Elliðason