Að lifa breytingar - breytingastjórnun
Samfélag nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og sífellt örari breytingum. Það er því mikilvægt er vera undir þær búinn og vera opinn fyrir nýjum tækifærum sem þeim fylgir.
Á námskeiðinu er farið yfir eðli breytinga og hvaða áhrif þær hafa á fólk og vinnustaði. Einnig eru kynnt ráð sem grípa má til í því skyni að auka árangur breytinga.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir áhrifum breytinga á fólk og vinnustaði
Að geta aukið árangur breytinga með ýmsum ráðum
Að geta gert breytingar að bærilegri lífsreynslu
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 8. febrúar 2024 en upphafið er valfrjálst
- Lengd2 klst.
- UmsjónDr. Þóranna Jónsdóttir, Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem ganga í gegnum breytingar á sínum vinnustað, óháð því hvers konar breytingar um er að ræða.
- Gott að vitaEingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
08.02.2024 | Að lifa breytingar - breytingastjórnun | 12:43 | 12:43 | Dr. Þóranna Jónsdóttir |