Grunnur að góðri teymisvinnu

Rannsóknir sýna að í góðum og sterkum teymum eru teknar betri ákvarðanir á skemmri tíma þar sem hæfni allra nýtist vel og skoðanir allra eru virtar.

Góð teymi skapa forystu í samkeppni og það er skemmtilegra að vinna í sterku teymi. 
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig við getum lagt grunn að góðri teymisvinnu og hvernig við getum varast að detta í pytti sem eyða tíma og orku í pólitík, ringulreið og ágreining sem spillir fyrir. 
Fjallað verður um þau fimm atriði sem einkenna aðferðafræði Behaviors of a Cohesive Team:

  1. Traust: opin og hreinskilin samskipti milli manna.
  2. Ágreiningur: hugrekki til að skiptast á skoðunum þó þær séu ólíkar, öll sjónarmið eru rædd.
  3. Skuldbinding: sameiginleg niðurstaða fengin og þátttakendur skuldbinda sig þeirri ákvörðun sem er tekin.
  4. Ábyrgð: Abyrgðarmenning í teymi, liðsmenn geta bent á mistök hvers annars.
  5. Árangur: Sameiginleg markmið, árangur liðsins tekinn fram yfir einstaklingsmiðuð markmið.

Hæfniviðmið

Að geta átt í opnum og hreinskilnum samskiptum við samstarfsfélaga.

Að hafa hugrekki til að skiptast á skoðunum og hlusta á sjónarmið annarra.

Að geta skuldbundið sig við þær ákvarðanir sem teknar eru í teymi.

Að geta bent á mistök samstarfsfélaga.

Að forgangsraða árangur liðsins fram yfir einstaklingsmiðuð markmið.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    5. mars 2025 kl. 13.00 - 15.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ragnhildur Vigfúsdóttir, vottaður teymismarkþjálfi frá Team Coaching International og Five Behaviors of a Cohesive Team™ Facilitator
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    13.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir öll sem vilja þekkja hvað einkennir góða teymisvinnu og læra að efla þá hæfni sem þarf til að þróa slíkt teymi.
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
05.03.2025Grunnur að góðri teymisvinnu13:0015:00Ragnhildur Vigfúsdóttir