Opinber vinnumarkaður, kjarasamningar og ákvörðun launa - stofnanasamningar ríkisins

Farið verður yfir íslenskan vinnumarkað og hvað greinir opinbera markaðinn frá þeim almenna. Greint er frá helstu hagsmunaaðilum sem takast á og semja um kaup og kjör. Fjallað er um ríki sem vinnuveitanda m.a. út frá hugmyndafræði, stærð og samsetningu vinnuafls.

Einnig verður fjallað um samningsrétt og gerð kjarasamninga. Gefin er yfirsýn yfir þau kerfi sem farið er eftir við launasetningu starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig fjallað um meginmarkmið jafnlaunavottunar.

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:

  • Skipting vinnumarkaðarins; Samningsaðilar, samningsaðild/félagafrelsi; samningar við heildarsamtök
  • Kjarasamningar
  • Verkföll (verkfallslistar - embættismenn)
  • Regluverkið um starfsmenn ríkis, starfsmannalög og lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
  • Stjórnsýsluréttur og stjórnsýslulögin
  • Launasetning skv. kjarasamningum og stofnanasamningum
  • Tilgangur stofnanasamninga
  • Stutt kynning á Jafnlaunastaðli ÍST85 og forsendum jafnlaunavottunar.

Hæfniviðmið

Að þekkja uppbyggingu íslensks vinnumarkaðar og sérstöðu opinbera vinnumarkaðarins

Að þekkja hlutverk og samspil helstu hagsmunaaðila.

Að öðlast almenna þekkingu á því regluverki sem gildir um starfsfólk ríkisins.

Að þekkja hvernig laun eru ákvörðuð samkvæmt kjarasamningum og stofnanasamningum hjá ríkinu og hver markmið stofnanasamninga eru.

Að skilja meginmarkmið jafnlaunavottunar og þekkja hverjar eru helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. janúar 2024, kl. 9.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Einar Mar Þórðarson, sérfræðingur hjá KMR
  • Staðsetning
    Námskeiðið fer fram á Microsoft Teams.
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.01.2024Opinber vinnumarkaður, kjarasamningar og ákvörðun launa - stofnanasamningar ríkisins09:0012:00Einar Mar Þórðarson