Innkaupaskólinn | Sjálfbær innkaup

Fjallað verður um hugtakið sjálfbærni út frá lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og hvernig opinberir aðilar skulu bera sig að við mótun og innleiðingu sjálfbærnikrafna í útboðsgögn. Lögð verður sérstök áhersla á þau skilyrði sem sjálfbærnikröfur verða að uppfylla samkvæmt lögunum og í því skyni tekin dæmi af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.

Helstu efnisþættir námskeiðisins eru:

  • Ávinningur og áskoranir
  • Innleiðing sjálfbærni í útboðsgögn
  • Aðferðafræði stefnumótandi innkaupa við sjálfbærni

Innkaupaskólinn er námsleið fyrir þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum svo sem forstöðumenn, ábyrgðarmenn innkaupa, fjármála- og rekstarstjóra. 

Námsleiðin er unnin í samstarfi við Fjársýslu ríkisins í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur þekki helstu áskoranir og ávinning sjálfbærra innkaupa.

Að þátttakendur öðlist hæfni til að innleiða sjálfbærnikröfur í útboðsgögnum.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestrar og umræðutími. Upptökur af veffyrirlestrum verða aðgengilegar um viku fyrir umræðutíma og er ætlast til að þátttakendur verði búnir að tileinka sér námsefnið áður en umræður fara fram. Þátttakendur fá tækifæri til að senda inn fyrirspurnir um efni námskeiðsins fyrir umræðutímann.

Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar þátttakendum í viku eftir umræðutímann.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    13. nóv. 2024 - upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar. 19. nóv. - fyrirspurnir hafi borist kennara. 21. nóv., kl. 10.00 - umræðutími á Teams. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur á innkaupasviði Fjársýslunnar
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.
  • Gott að vita
     
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.11.2024Sjálfbær innkaup09:0012:00Brynjólfur Sigurðsson
21.11.2024Umræðutími10:0012:00Brynjólfur Sigurðsson