Hagnýt siðfræði
Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur lykilatriði siðfræðinnar með hagnýtum og praktískum hætti. Þannig gefst þáttakendum verkfæri sem geta nýst þeim í alls konar aðstæðum.
Í krefjandi umhverfi eru æ ríkari kröfur gerðar til fyrirtækja og stofnanna um að starfsemi þeirra einkennist af fagmennsku og samfélagslegri ábyrgð. Einn stærsti þátturinn í þeirri vegferð er að þekkja lykilatriði í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Mikilvægt er að þegar siðareglur og/eða samskiptasáttmálar eru innleiddir í fyrirtæki og stofnanir séu lykilþættir siðfræðinnar hafðir að leiðarljósi til að tryggja fagmennsku og farsæla niðurstöðu.
Að breyta siðferðislega verður sífellt rétt mikilvægara í viðskiptalífinu. Að nálgast viðfangsefni með gagnrýnum hætti og hafa fagmennsku að leiðarljósi við ákvarðanatöku skiptir öllu máli.
Námskeiðið byggir á yfirferð á lykilþáttum siðfræðinnar með hagnýtum hætti, hvernig má innleiða gagnrýna hugsun enn frekar í verkfærakistu sína og til hvers ber að líta við uppsetningu á siðareglum innan fyrirtækja og stofnana. Loks verður farið yfir þá þætti sem nauðsynlegt er að líta til þegar taka þarf ákvarðanir, jaftn stórar sem smáar, út frá siðferðilegri nálgun.
Hæfniviðmið
Að öðlast þekkingu á grundvallarkenningum í siðfræði og hvernig hægt er að nýta þær við uppbyggingu á siðareglur og/eða samskiptasáttmála.
Að auka færni í því að beita gagnrýnni hugsun í ákvarðanatöku.
Að auka þekkingu á því hvernig rétt er að setja upp og innleiða siðareglur með árangursríkum hætti.
Að geta beitt siðfræðilegri nálgun við ákvarðanatöku sína.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Ef þátttakandi er þegar skráður með aðgang hjá Opna Háskólanum í HR mun viðkomandi fá póst frá Starfsmennt til að skrá sig á námskeiðið beint hjá þeim en með greiðsluupplýsingum Starfsmenntar.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 12. nóvember 2024, kl. 09.00 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd1 klst.
- UmsjónElmar Hallgríms Hallgrímsson, MA í heimspeki með áherslu á viðskiptasiðfræði
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir öll sem vilja auka þekkingu sína á lykilhugtökum siðfræðinnar og færni sína í að taka ákvarðanir með siðfræði að leiðarljósi.
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
12.11.2024 | Hagnýt siðfræði | 09:00 | 10:00 | Elmar Hallgríms Hallgrímsson |