Aldraðir með sjón- og heyrnaskerðingu

Aukum virkni aldraðra með skerta sjón eða  samþætta aldursbundna sjón-og heyrnarskerðingu (SASH); gagnleg ráð fyrir starfsfólk og aðstandendur.

Margir aldraðir með skerta sjón eða SASH þurfa stuðning til að vera virkir í félagsstarfi og hreyfingu og þar með að auka lífsgæði sín.

Þátttakendur fá ábendingar og gagnleg ráð um hvaða aðferðir gagnast best við að styðja hópinn til félagslegrar virkni og að taka ábyrgð á eigin heilsueflingu. Einnig verða veittar upplýsingar um hin ýmsu hjálpartæki sem nýtast markhópnum og úrræði sem standa þeim til boða. Þá verður einnig fjallað um ólíkar tegundir sjónskerðinga meðal aldraðra. 

Námskeiðið samanstendur af fimm þemum þar sem farið er yfir algengustu orsakir sjónskerðinga hjá öldruðum, samþætta aldurstengda sjón- og heyrnarskerðingu, aðlögun umhverfis til að bæta aðgengi, leiðsögn við áttun og rötun og að lokum  úrræði til að bæta félagslega virkni. 

Námskeiðið byggir á afurð evrópska samstarfsverkefnisins VAPETVIP, Virtual Academy for Professionals in Education and Training of Visually Impaired People. Markmið verkefnisins var m.a. að útbúa námsefni til að auka þekkingu og hæfni þeirra sem starfa með blindum og sjónskertum. Fulltrúi Íslands í evrópusamstarfinu var Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Hæfniviðmið

Að efla hæfni starfsmanna og aðstandenda í að hvetja aldraða með skerta sjón eða SASH til félagslegrar og heilsufarslegrar virkni með viðurkenndum aðferðum.

Að þátttakendur öðlist þekkingu á hinum ýmsu hjálpartækjum sem nýtast hópnum og hvaða úrræði eru í boði til virkni og heilsueflingar einstaklinga sem skerta sjón eða SASH

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur, upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 10. nóvember kl. 09:00 - 11:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Estella Björnsson og Vala Jóna Garðarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (Miðstöðin).
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    11.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk heimahjúkrunar, öldrunar- og félagsþjónustu. Aðstandendur aldraðra.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Skráðir þátttakendur geta nálgast upptöku í viku eftir að námskeiði lýkur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.11.2022Aldraðir með sjón- og heyrnaskerðingu - fyrir starfsfólk og aðstandendur 09:0011:00Estella Björnsson og Vala Jóna Garðarsdóttir