Stafræni kennarinn - vefnámskeið

Á námskeiðinu er fjallað um ýmislegt í tengslum við stafræna fræðslu, aðferðafræði, viðhorf, tæki og búnað og annað sem tengist gerð stafræns námsefnis auk nokkurra hagnýtra ráða. Námskeiðið er hugsað fyrir kennara og sérfræðinga sem sinna símenntun og fullorðinsfræðslu og eru að takast á við það verkefni að færa fræðsluna úr staðnámi yfir í stafrænt nám. Námskeiðið er hugsað sem hagnýtt fremur en fræðilegt til að mæta bæði þörfum þeirra sem hafa kennslufræðilegan grunn og ekki og samanstendur af sjö myndböndum og leshefti. Best heildarmynd fæst með því að fara í gegnum námsefnið í þeirri röð sem það er sett upp í en einnig er hægt að velja stök myndbönd innan úr og sleppa öðru. Ekkert námsmat er í námskeiðiðinu.

Hæfniviðmið

Markmiðið með námskeiðinu er að gera sérfræðinga sjálfbjarga í því að útbúa stafrænt námsefni fyrir styttri námskeið sem nýtast í símenntun innan stofnana, að þeir skilji vel hvað þarf að hafa í huga við gerð slíks efnis og hvernig hægt er að útfæra það á mismunandi hátt.

Hæfniviðmið:

• Að þátttakandi geti skipulagt námskeið frá hugmynd að handriti á skýran hátt.

• Að þátttakandi geti skrifað handrit að námskeiði

• Að þátttakandi viti hvað þarf til og geti búið til vandað fræðslumyndband

• Að þátttakandi átti sig á mikilvægi eigin viðhorfa til stafrænnar miðlunar

• Að þátttakandi geti nýtt sér evrópska hæfnirammann um stafræna færni kennara til að efla eigin færni og annarra.

• Að þátttakandi skilji aðferðafræði MOOC og geti nýtt sér hana við námskeiðsgerð

Fyrirkomulag

Vefnám

Helstu upplýsingar

  • Lengd
    1 klst.
  • Staðsetning
    Allt landið
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    5.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Kennarar og sérfræðingar stofnana sem sinna símenntun og fullorðinsfræðslu
  • Gott að vita
    Námskeiðið byggir á sjálfsnámi og er hægt að hefja um leið og skráningu er lokið. Námsefnið er aðgengilegt á mínum síðum undir flipanum kennslugögn. Námskeiðið er opið fyrir alla en ókeypis fyrir aðildarfélaga og kennara Starfsmenntar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Ekkert námsmat
  • Tengiliður námskeiðs
    Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
    smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
31.03.2021Stafræni kennarinn - vefnám16:0016:00