Fjársýslan | Microsoft Teams og OneDrive for Business - Hópur 4 - VEFNÁM
Microsoft Teams
Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar til við skipulag hópa og verkefna. Í þessu námskeiði munum við:
- Læra hvernig Teams heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira. Fá yfirsýn yfir hvernig við getum notað Teams til að auðvelda okkur samvinnu og samskipti við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.
- Kanna hvernig Teams stuðlar að betri stjórnun verkefna og samvinnu.
- Fá innsýn í hvernig við getum nýtt okkur helstu eiginleika Teams til að bæta vinnuflæði og auka framleiðni.
Microsoft OneDrive for Business
Við munum einnig skoða það helsta sem OneDrive for Business býður upp á. Í þessu námskeiði munum við:
- Skoða tilgang og grunnvirkni OneDrive for Business.
- Ræða muninn á OneDrive Personal og OneDrive for Business.
- Læra um samhæfingu og deilingu skjala, bæði innan og utan fyrirtækisins.
- Kanna útgáfustýringu OneDrive og hvernig hún tryggir öryggi og aðgengi skjala.
- Skoða muninn á OneDrive og SharePoint og skilja hvenær og hvernig við notum hvort fyrir sig.
- Þróa færni í að nýta OneDrive til að auka skilvirkni og samstarf innan fyrirtækisins.
Hæfniviðmið
Að geta haldið utan um fundarboð, dagatöl, skjölun o.fl. með Teams
Að geta nýtt sér hagnýtar leiðir til samskipta með Teams
Að stuðla að betri stjórnun verkefna og samvinnu með Teams
Að þekkja tilgang og grunnvirkni OneDrive for Business
Að skilja muninn á OneDrive og SharePoint
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefniHelstu upplýsingar
- Tími19. september 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHermann Jónsson, Microsoft kennari
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Fjársýslunnar
- Gott að vita
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
19.09.2024 | Microsoft Teams og OneDrive for Business | 09:00 | 12:00 | Hermann Jónsson |