Upplýsingalæsi í daglegu lífi - veffyrirlestur kl. 9 - 9:30
Finndu það sem þú leitar að á netinu!
Við erum stöðugt að leita að einhverjum upplýsingum á netinu. Hvernig er best leita til að fá nákvæmustu niðurstöðurnar? Hvað þýðir upplýsingalæsi og hvaða máli skiptir það? Hvernig beitum við upplýsingalæsi í daglegu lífi?
Í erindinu bendir Irma á leiðir til að efla upplýsingalæsi sem nýtist bæði í daglegu lífi og starfi með því að svara ofangreindum spurningum og fleirum. Skráðu þig á fyrirlesturinn til að verða enn flinkari og fljótari að leita að því sem þig vantar á netinu.
Irma Hrönn Martinsdóttir er upplýsingafræðingur starfandi við Háskólann í Reykjavík og formaður Vinnuhóps íslenskra háskólabókasafna um upplýsingalæsi.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð um almenna stafræna hæfni í tilefni af 20 ára afmæli Starfsmenntar.
Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudaginn 20. okt. kl. 9:00 - 9:30
- Lengd1 klst.
- UmsjónIrma Hrönn Martinsdóttir upplýsingafræðingur
- StaðsetningVefnám
- TegundViðtal
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- Gott að vitaFyrirlesturinn er öllum aðgengilegur.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
20.10.2021 | 09:00 | 09:30 | Irma Hrönn Martinsdóttir upplýsingafræðingur |