Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi

Hugtökin fordómar og inngilding (e. inclusion) eru á allra vörum en ekki er öllum skýrt hvað þau þýða. Á þessu námskeiði fá þátttakendur kennslu í kynþátta- og menningarfordómum, birtingarmyndum og áhrifum þeirra í íslensku samfélagi ásamt umfjöllun um hugtakið inngildingu og hvernig inngilding nýtist í baráttunni við fordóma.

Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á kynþátta- og menningarfordómum, sögu þeirra og hvernig þeir birtast í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Fjallað verður um áhrif fordóma á líðan þeirra sem verða fyrir þeim til að auka skilning á mikilvægi baráttunnar gegn fordómum.
Síðari hluti námskeiðsins verður helgaður inngildingu og hvernig inngildandi hugarfar er mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnara og sanngjarnara samfélagi, en inngilding snertir allt fólk á einhvern hátt. Hægt er að nota inngildingu sem tól til að auka menningarnæmi, en á námskeiðinu verður líka farið yfir hugtökin menningarnæmi og menningarnám.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Kynþátta- og menningarfordóma.
  • Birtingarmyndir fordóma í íslensku samfélagi.
  • Inngildingu og hvernig hún nýtist í baráttunni við fordóma.
  • Menningarnæmi.

Hæfniviðmið

Að þekkja hvernig fordómar birtast í íslensku samfélagi.

Að skilja betur líðan þeirra sem verða fyrir fordómum og hvernig öll form af útilokun eru skaðleg fyrir samfélagið sem heild.

Að geta betur tekið þátt í umræðu um fordóma.

Að kunna betur skil á hugtakinu inngilding og í hverju það felst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með gagnvirkum spurningum sem þátttakendur geta svarað í rauntíma, auk umræðna.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    12. nóvember 2014, kl. 19.00 - 22.00. Skráningu lýkur 28. október kl.10.00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, BA í frönsku og MA í hnattrænum tengslum frá Háskóla Íslands.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem hafa áhuga á að fræðast um fordóma og inngildingu. Engar forkröfur nauðsynlegar.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
12.11.2024Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi19:0022:00Miriam Petra Ómarsdóttir Awad