Geðheilbrigðir stjórnendur - Mental vinnustofa
Starfsmennt býður upp á þessa vinnustofu í samstarfi við Mental ráðgjöf. Markmiðið vinnustofunnar er að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust meðal þeirra til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði við starfsfólk sitt.
Áhersla er lögð á þátt stjórnenda í að stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði á vinnustaðnum og gera þau fær í að leiða sín teymi með samkennd og árangur að leiðarljósi.
Þátttakendur munu öðlast innsýn í einkenni og birtingarmyndir geðvanda, öðlast færni til að bera kennsl á, bregðast við og styðja við starfsfólk á viðeigandi hátt með snemmtæka íhlutun og forvarnir að leiðarljósi. Einnig að hlúa að eigin geðheilbrigði og þeirra sem í kringum þau eru.
Í samræmi við leiðbeinandi viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um geðheilbrigði á vinnustað (2022), tekur vinnustofan á gagnreyndum leiðbeiningum stofnunarinnar til að efla geðheilbrigði, auka forvarnir og stuðla að velmegun þess starfsfólks sem standa frammi fyrir geðheilbrigðisáskorunum á vinnustað (sjá hér).
Innihald vinnustofu:
- Skilningur á geðheilbrigði og geðsjúkdómum
- Að ræða og skoða persónuleg og kerfislæg viðhorf, mýtur og tungutak sem tengjast geðheilbrigði á vinnustað
- Að þekkja og bera kennsl á merki um neikvæða geðheilsu og streitu á vinnustað
- Að takast á við sameiginlega og samfélagslega ábyrgð í hlutverki stjórnanda í geðheilbrigði á vinnustað
- Að huga að hlutverki stjórnenda við að hlúa á uppbyggilegan hátt að geðheilsu samhliða hlutverki sínu í stjórnun frammistöðu og verkskipulags
- Að greina og læra að nýta sér nauðsynlega færni fyrir samtöl um líðan og geðheilbrigði við starfsmenn
- Þekking og skilningur á úrræðum til stuðnings og inngripa fyrir starfsfólk
- Að læra að beita úrræðum á áhrifaríkan hátt til að grípa inn í og styðja þau sem sýna merki um neikvæða geðheilsu
Hæfniviðmið
Að þróa ríka ábyrgðartilfinningu stjórnenda gagnvart geðheilbrigði í sínum teymum
Að auka færni og sjálfstraust við að ræða geðheilbrigði opinskátt á vinnustað
Að auka getu til að bera kennsl á neikvæðar breytingar innan teyma og hjá sjálfum sér
Að vera vel í stakk búin til að hefja samtöl um geðheilbrigði á vinnustað
Að öðlast færni til að bregðast við áskorunum sem tengjast geðheilbrigði
Að finna valdeflingu til að vera jákvæðar fyrirmyndir og ástunda geðheilbrigða hegðun utan og innan vinnu
Að stuðla að jákvæðri geðheilsu fyrir sig og sín teymi
Að þekkja þær leiðir sem í boði eru til stuðnings og inngripa í geðvanda í uppsiglingu
Fyrirkomulag
Vinnustofa, fyrirlestur, umræður og verkefniHelstu upplýsingar
- Tími09. október 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHelena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental
- StaðsetningFræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 3.hæð, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- Verð19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðeins fyrir stjórnendur og þau sem koma að stjórnun, þar á meðal teymis- og deildarstjóra, forstöðumenn og framkvæmdastjóra, mannauðssérfræðinga, verkefnastjóra og öll sem bera formlega eða óformlega ábyrgð á starfsfólki, velferð þess og vellíðan.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
09.10.2024 | Geðheilbrigðir stjórnendur - Mental vinnustofa | 09:00 | 12:00 | Helena Jónsdóttir |