Trúnaðarmenn Sameykis | Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum

Hagnýtur fyrirlestur um örugga tjáningu á fundum, í ræðupúlti, á málstofum hvort sem er í raunheimum eða á Teams/Zoom. 
Fyrirlesturinn hentar bæði þeim sem hafa reynslu af ræðuhöldum og vilja bæta frammistöðu sína sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þurfa hagnýt ráð.

Meðal efnis:
Hvernig er hægt að nýta sér sviðsskrekk?
Skotheld aðferð til að undirbúa ,,óundirbúna” ræðu.
Hagnýtar aðferðir og æfingar til að verða betri ræðumaður/viðmælandi.
Örugg tjáning og framkoma á fundum í rafheimum.

Hæfniviðmið

Að öðlast öryggi í tjáningu og framkomu

Fyrirkomulag

Kennslufyrirkomulagið byggir á fyrirlestrum og umræðum um verkfærakistu með hagnýtum ráðum fyrir þá sem vilja tjá sig af öryggi.

Hægt að taka þátt hvort sem er í raunheimum eða á Teams. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 30. janúar og 6. febrúar 2024 kl. 12.45-15.45
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari og fjölmiðlakona
  • Staðsetning
    Staðnám og fjarnám. Staðnámið verður að Grettisgötu 89, 1. hæð. Fjarnámið verður á TEAMS
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.01.2024Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum12:4515:45Sirrý Arnardóttir
06.02.2024Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum12:4515:45Sigríður Arnardóttir