Inngildandi vinnustaðamenning - fatlað fólk á vinnumarkaði
Í fræðsluerindinu er leitast við að undirbúa starfsstaði til þess að taka á móti fötluðum einstaklingum til starfa og stuðla þannig að inngildandi vinnumarkaði þar sem þátttaka allra er metin að verðleikum og tækifærin gefin.
Sérstaklega er fjallað um eftirfarandi þætti; hvað felst í viðeigandi aðlögun, hvaða þýðingu hún hefur bæði fyrir fatlaða einstaklinga, samstarfsfólk og vinnustaðamenningu.
Með samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafa tækifæri þeirra og fólks með skerta starfsgetu aukist á vinnumarkaði. Viðeigandi aðlögun er þó algjör forsenda þess að fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu eigi raunhæfan möguleika á að njóta jafnréttis og jafnra tækifæra.
Í ráðningu fatlaðs fólks en í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr86/2019 er kveðið á um viðeigandi aðlögun en í 10. gr laganna segir:
Atvinnurekandi skal gera viðeigandi ráðstafanir, sé þeirra þörf í sérstöku tilviki, til að gera fötluðum einstaklingi eða einstaklingi með skerta starfsgetu kleift að eiga aðgengi að og taka þátt í starfi, njóta framgangs í starfi eða fá þjálfun, enda séu þær ráðstafanir ekki of íþyngjandi fyrir atvinnurekandann.
Hæfniviðmið
Að auka skilning á því hvað viðeigandi aðlögun þýðir fyrir samstarfsfólk
Að auka þekkingu á því hvernig viðeigandi aðlögun er beitt á vinnustað
Að þekkja til þeirra laga sem viðeigandi aðlögun á vinnustað byggir á
Að auka færni til þess að vinna á fjölbreyttum vinnustað
Að stuðla að inngildandi vinnustaðamenningu
Fyrirkomulag
Fræðsluerindi, fyrirspurnir og umræður
Helstu upplýsingar
- Tími6. nóvember 2024, kl. 14.00-15.00.
- Lengd1 klst.
- UmsjónSara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja auka færni sína til þess að vinna á fjölbreyttum vinnustað og stuðla að inngildandi vinnustaðamenningu.
- MatÞátttaka
- Tengiliður námskeiðsGuðrún Arna Gylfadóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.11.2024 | Inngildandi vinnustaðamenning | 14:00 | 15:00 | Sara Dögg Svanhildardóttir |