Sýslumenn | Að brynja sig gegn áreiti og losa sig úr vinnufötunum

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kenna þátttakendum fjölbreyttar aðferðir til að verjast áreiti sem fylgir þjónustustörfum, með sérstakri áherslu á streitustjórnun og persónulega vellíðan. Á námskeiðinu verður farið í það hvernig hægt er að takast á við erfiðar aðstæður á vinnustað og hvernig mikilvægt er að geta skilið vinnuna eftir í vinnunni þegar vinnutímanum lýkur.
Þátttakendur munu læra um mikilvægi jafningjastuðnings og hvernig öflugt stuðningsnet á vinnustaðnum getur aukið vellíðan og dregið úr streitu. Rætt verður hvernig hægt er að skapa styðjandi og jákvætt vinnuumhverfi þar sem allir starfsfélagar leggja sitt af mörkum til að auka samvinnu og minnka álag. Farið verður í hvernig starf og einkalíf geta tvinnast saman á jákvæðan hátt til að stuðla að heildarvelferð.
Námskeiðið miðar að því að efla færni þátttakenda til að takast á við áskoranir þjónustustarfa, bæta streitustjórnun og auka vellíðan bæði á vinnustaðnum og í einkalífi.
 
Meðal þess sem verður tekið fyrir:
  • Skilgreining á áreiti og streitu í þjónustu
  • Aðferðir til að verja sig gegn áreiti
  • Að skilja vinnuna eftir í vinnunni
  • Jafningjastuðningur og mikilvægi hans
  • Að skapa styðjandi vinnuumhverfi
  • Samþætting starfs og einkalífs

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    19. nóvember kl. 08.30-10.00. Skráningu lýkur 18. nóvember kl. 12
  • Lengd
    1.5 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman, MSC í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
  • Staðsetning
    Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk sýslumannsembætta
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
19.11.2024Að brynja sig fyrir áreiti 08:3010:00Ingrid Kuhlman