Fagnám í umönnun fatlaðra
Breyttar áherslur í starfi með fólki með fötlun kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.
Námið miðar að því að auka færni og þekkingu á aðstæðum og þörfum fólks með fatlanir í því skyni að efla lífsgæði þeirra og virkni. Þar er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fólks með fatlanir.
Námið er skipulagt í samræmi við námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Námið spannar 324 klukkustundir en 164 stundir eru með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun).
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.
Hæfniviðmið
Að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Fyrirkomulag
Kennsla fer fram í vefnámi á Teams seinni part dags, tvo virka daga og í staðnámi einn til tvo laugardaga í húsnæði MSS að Krossmóa 4a, 230 Reykjanesbæ, 3. hæð.
Helstu upplýsingar
- Tími24. febrúar - 28. maí 2025. Skráning þarf að berast tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd324 klst.
- UmsjónNanna Bára Maríasdóttir félagsráðgjafi og Hólmfríður Karlsdóttir B.ed..
- StaðsetningMicrosoft Teams og í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS).
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en einnig þau sem starfa eða vilja starfa með með börnum eða unglingum í vanda og/eða öldruðum og sjúkum.
- Gott að vita
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga og samstarfssjóða Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá MSS.
- MatVerkefnaskil ásamt 80% mætingarskyldu og virkri þátttöku.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
24.02.2025 | Fagnám í umönnun fatlaðra | 00:00 | 00:00 | Ýmsir sérfræðingar |