SSH | Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Á námskeiðinu er fjallað um skaðaminnkandi hugmyndafræði, inngrip og uppruna, með tilliti til þjónustuþega sem glíma við virkan vímuefnavanda. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannúðleg og gagnreynd nálgun í starfi með einstaklingum sem nota vímuefni og fólki sem glímir við vímuefnavanda. Megin markmið skaðaminnkunar er að aðstoða fólk við að halda lífi, að vernda líkamlega og andlega heilsu fólks og styrkja öll skref í átt að jákvæðum breytingum.

Skipulag á námskeiðinu:

Vímuefnanotkun:

  • Vímuefnaróf
  • Lögleg og ólögleg vímuefni

Hvernig þróast vímuefnavandi:

  • Lífsálfélagslega líkanið
  • Tengsl áfalla og erfiðrar lífsreynslu við þróun á vímuefnavanda

Skaðaminnkandi hugmyndafræði:

  • Gagnreynd skaðaminnkandi inngrip og úrræði
  • Uppruni skaðaminkunar og þróun hér á landi
  • Grunngildi skaðaminnkunar í starfi

Orðanotkun:

  • Hugtaka- og orðanotkun

Hæfniviðmið

Að kynnast skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmiðum.

Að þekkja gagnreynd skaðaminnkandi inngrip og skaðaminnkandi úrræði á Íslandi.

Að öðlast skilning á tengslum áfalla við þróun á vímuefnavanda og færð betri innsýn inn í eðli vandans hjá fólki.

Að öðlast færni til að beita skaðminnkandi nálgun í starfi og lærir aðferðir sem leiða af sér betri árangur í þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, verkefni og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. maí 2024, kl. 09.00 - 12.00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldufræðingur og faghandleiðari, sérsvið skaðaminnkun
  • Staðsetning
    Húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ,  Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.05.2024Skaðaminnkandi hugmyndafræði09:0012:00Svala Jóhannesdóttir