Dómstólasýslan | Áföll og samskipti
Á námskeiðinu verður fjallað um ákjósanlegar leiðir til samskipta við einstaklinga sem hafa upplifað áföll eða þjást af áfallastreituröskun.
Leitast verður eftir því að útskýra aðstæður, bakgrunn og hugarástand einstaklinga sem hafa upplifað áföll eins og til dæmis heimilislaust fólk, fólk með fíknivanda, fólk í flóknum félagslegum aðstæðum, fólk sem hefur brotið af sér og þolendur.
Með því að öðlast skilning á mismunandi aðstæðum fólks verður betri skilningur á líðan þeirra og þar af leiðandi þekking á æskilegum viðbrögðum og framkomu gagnvart þessum einstaklingum.
Fjallað verður um:
- Aðstæður í heimilisleysi
- Hvað skiptir máli
- Hvernig lítur heimurinn út hjá fólki án heimilis
- Mögulegur bakgrunnur einstaklinga
- Líðan þolenda
- Algengar hugsanir, hugrænir þættir sem spila inn í líðan og sjálfsskilning
- Hvernig er staðan skömmu eftir áfall
- Óraunveruleikakennd
- Hugsanaruglingur
- Mögulega lélegt minni við daglegar athafnir
- Líðan gerenda
- Afneitun, s.s. „ég gerði þetta ekki á þann hátt sem sagt er“
- Mynd og hljóð fara ekki saman, s.s. „ég er ekki svona manneskja“
- Samskipti við fólk með fíknivanda
- Ólíkar myndir fíknivanda
- Neysla mismunandi efna - Áhrif efna á hugræna færni og persónuleika
Hæfniviðmið
Að öðlast innsýn í aðstæður fólks sem hefur upplifað áföll eða þjáist af áfallastreituröskun.
Að læra æskilega framkomu gagnvart fólki sem hefur upplifað áföll eða þjáist af áfallastreituröskun.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími8. apríl 2025 kl. 14.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd2 klst.
- UmsjónMatthías Matthíasson, teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsanna.
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk dómstólanna
- MatMæting, þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
08.04.2025 | Dómstólasýslan | Áföll og samskipti | 14:00 | 16:00 | Matthías Matthíasson |