Skatturinn | Menningarlæsi - Samskipti við erlenda gesti
Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum.
Það skal ítrekað að á námskeiðinu eru dregin fram atriði sem geta einkennt þjóðir til að hægt sé að undirbúa komu þeirra af kostgæfni. Augljóslega er þó alls ekki hægt að alhæfa um fólk af einstöku þjóðerni. Allar þjóðir hafa sín sérkenni en einstaklingar eru ekki steyptir í sama mót.
Hæfniviðmið
Að þekkja hvað felst í gæðaþjónustu og tengja þau við mismunandi menningarheima.
Að efla hæfni til að fást við óánægða viðskiptavini.
Að auka skilning á mismunandi menningu og siðum annarra þjóða.
Að efla færni, þekkingu og öryggi starfsmanna í starfi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum og verkefnum og gátlista fyrir eigin tölvupóstsamskipti.
Námskeiðið er opið í fjórar vikur og fjórum vikum eftir námskeiðslok fá þátttakendur sendan tölvupóst með áminningu um mikilvæga þætti í tölvupóstsamskiptum.
Helstu upplýsingar
- Tími24. janúar 2023. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd10 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum (24.01.24 - 21.02.24).
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk hjá Skattinum
- Gott að vitaNámskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
- MatSkila þarf verkefnum fjórum vikum eftir að námskeið hefst
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
24.01.2024 | Menningarlæsi - Samskipti við erlenda gesti | 00:00 | 00:00 | Margrét Reynisdóttir |