Kjarasamningar og ákvörðun launa - starfsmat sveitarfélaga
Fjallað er um forsendur launasetningar á vegum sveitarfélaga, einkum hvað varðar mat starfa í gegnum starfsmatskerfi sveitarfélaganna sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:
• Tilgangur starfsmats
• Launasetning skv. kjarasamningum og starfsmati
• Ferli mats á nýju starfi og endurmat starfs í starfsmati
• Samspil starfsmats og jafnlaunavottunar
Hæfniviðmið
Að þekkja hvernig laun eru ákvörðuð samkvæmt kjarasamningum og starfsmati sveitarfélaga.
Að skilja ferli starfsmats þegar ný störf verða til og/eða endurmeta þarf störf sem fyrir eru.
Að fá innsýn í samspil starfsmats og jafnlaunavottunar og þekkja þær kröur sem jafnlaunavottun gerir til launasetningar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími19. febrúar 2024, kl. 9-11. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd2 klst.
- UmsjónRósa Björk Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnlaunastofu
- StaðsetningNámskeiðið fer fram á Microsoft Teams.
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
19.02.2024 | Kjarasamningar og ákvörðun launa, starfsmat sveitarfélaga | 09:00 | 11:00 | Rósa Björk Bergþórsdóttir |