Trúnaðarmenn Sameykis | Geðheilbrigði á vinnustað og uppskriftin að góðri geðheilsu

Fyrirlestrinum er ætlað að vekja viðstödd til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað, starfsfólks alls og okkar sjálfra. Farið er yfir helstu áskoranir sem starfsfólk vinnustaða stendur frammi fyrir þegar kemur að eigin geðheilbrigði og samstarfsfólks. Borin eru kennsl á helstu atriði í stjórnun og vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð fyrirtækja, stjórnenda og okkar sjálfra í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað. Að síðustu er markmiðið að fræða viðstödd og vekja til umhugsunar um mikilvægi þess að hlúa að eigin geðheilsu um leið og kenndar eru hagnýtar og árangursríkar leiðir til sjálfsumönnunar

Hæfniviðmið

Að átta sig á mikilvægi þess að setja geðheilbrigði á vinnustað í forgang

Að þekkja helstu áskoranir sem starfsfólk og stjórnendur standa frammi fyrir í tengslum við geðheilbrigði á vinnustað

Að þekkja helstu orsakir, afleiðingar og merki um neikvæða geðheilsu og streitu á vinnustað

Að átta sig á hver einkenni algengra geðvandamála eru

Að þekkja til gagnlegra og viðurkenndra aðferða til að hlúa að eigin geðheilsu og bæta líðan á vinnustað (HAM)

Að hafa sína eigin uppskrift að góðri geðheilsu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. október 2024, kl. 11.00-12.00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjörf ehf
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð, 105 Reykjavík./eða í fjarnámi (þá hakað við í skráningarferli)
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
  • Gott að vita

    Námskeiðið er bæði í staðnámi og í streymi. Í skráningarferlinu er hægt að velja hvort þið viljið mæta á staðinn eða taka námskeiðið á Teams.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.10.2024Geðheilbrigði á vinnustað og uppskriftin að góðri geðheilsu11:0012:00Helena Jónsdóttir