Innkaupaskólinn | Rammasamningar við opinber innkaup

Á námskeiðinu verður fjallað um rammasamninga sem innkaupatækni við opinber innkaup, hvað einkennir slíka samninga, hvaða reglur gildi við gerð þeirra og hvernig eigi að framkvæma innkaup á grundvelli þeirra. 

Helstu efnisþættir námskeiðisins

  • Rammasamningar sem innkaupatækni
  • Gerð rammasamnings
  • Kaup innan rammasamnings

Innkaupaskólinn er námsleið fyrir þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum svo sem forstöðumenn, ábyrgðarmenn innkaupa, fjármála- og rekstrarstjóra.

Námsleiðin er unnin í samstarfi við Ríkiskaup í gegnum samstarfsvettvang Starfsmennt.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur þekki rammasamninga í tengslum við opinber innkaup, kosti þeirra og galla.

Að þátttakendur geti hagnýtt sér slíka samninga við innkaup.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Upptaka af fyrirlestri verður aðgengileg þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. desember 2023, kl. 9.00 – 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Stanley Örn Axelsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.12.2023Rammasamningar við opinber innkaup09:0012:00Stanley Örn Axelsson