Að leiða teymi
Stafrænt námskeið sem hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur en einnig fyrir þá sem vilja efla sig enn frekar í stjórnendahlutverkinu.
Á námskeiðinu verður farið í það
- hvernig þátttakendur geti mátað sig inn í mismunandi hlutverk stjórnandans
- hvernig hægt sé að móta og leiða teymi
- hvernig eigi að greina sinn eigin leiðtogastíl
- hvernig hvatning hefur áhrif á árangur og starfsánægju
- hvernig velja eigi leið til að meta árangur teymis og einstaklinga og veita endurgjöf.
Hæfniviðmið
Að auka færni fyrir fólk sem leiðir eða vill leiða teymi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 11. mars 2024 en upphafið er valfrjálst
- Lengd1 klst.
- UmsjónKetill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel á Íslandi
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur en einnig fyrir þau sem vilja efla sig enn frekar í stjórnendahlutverkinu.
- Gott að vitaEingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
11.03.2024 | Að leiða teymi | 00:00 | 01:00 | Ketill Berg Magnússon |