Vesturbæjarlaug | ÚPS! Gleymdist sundskýlan? Krefjandi samskipti fyrir starfsfólk sundlauga

Það getur verið erfitt að vita hvernig best er að bregðast við í óvæntum eða óþægilegum aðstæðum með sundlaugargest. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að setja skýr mörk og sýna ákveðni og fagmannlega hegðun í slíkum aðstæðum. Þátttakendur fá verkfæri í hendurnar til þess að takast á við flókin samskipti við gesti í viðkvæmum aðstæðum.

Fjallað er um mismunandi samskiptamáta fólks, framkomu einstaklinga og hópa. Tekin verða fyrir dæmi og atvik úr sundlaugum og rætt um hvernig best er að leysa þau vandamál sem upp koma.

Hæfniviðmið

Að öðlast sjálfstraust og sjálfsöryggi í samskiptum við sundgesti

Að geta beitt fagmannlegum og viðurkenndum aðferðum til að takast á við sundlaugargesti í viðkvæmum aðstæðum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    17. maí kl. 12-14. Skráningu lýkur 16. maí, kl. 12.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, sérfræðingur og ráðgjafi.
  • Staðsetning
    Vesturbæjarlaug
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Vesturbæjarlaugar
  • Gott að vita

    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
17.05.2024Krefjandi samskipti fyrir starfsfólk sundlauga12:0014:00Sigríður Hulda Jónsdóttir