Power BI

Á þessu námskeiði lærir þú að nota öfluga greiningarverkfærið Power BI.

Þú leysir hagnýt verkefni með Power BI Desktop, fræðist um innlestur gagna frá mismunandi gagnalindum, innslátt og hreinsun gagna, gagnavinnslu og frágang gagna fyrir skýrslugerð. Þú öðlast færni í myndrænni birtingu gagna og mælaborðum, kynnist opinni og lokaðri deilingu gagna ásamt deilingu þeirra í snjalltæki.

Þú öðlast góðan grunn við að nálgast og tengjast gagnagrunnum, gera gagnagreiningar út frá fjölbreyttum gögnum auk þess að hafa góð tök á að útbúa mælaborð og skýrslur og deila niðurstöðum.


Hæfniviðmið

Að geta unnið með og deilt gögnum á áhrifaríkan hátt með Power BI, öflugu greiningarverkfæri frá Microsoft.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 3. september 2024 en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    12 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    34.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Microsoft Power BI
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
03.09.2024Power BI23:5923:59Bjartmar Þór Hulduson