Verkáætlanir 06. apríl kl. 08:30 - 12:30
Á námskeiðinu er farið yfir meginrás verkefna og m.a. rætt um ferli, áfanga og tímavörður og gerð verkáætlana. Rætt er um mat á aðfangaþörf, farið er í ýmsa fjárhagslega þætti, kostnaðararáætlanir og notkun aðferðar unnins virðis (earned value). Þátttakendur læra grunnatriði í gerð kostnaðaráætlana og hvernig byggja má upp einfaldar kostnaðaráætlanir og áætla fjárstreymi í verkefnum.
Efnisþættir námskeiðsins:
- Sundurliðun verkefnis í þætti og ferli, ákvörðun um röð aðgerða, myndræn framsetning verkefnisins.
- Fjallað um grunn verkáætlana, verkþætti og tímasetningar, og fjallað um mismunandi myndræna framsetningu verkáætlana.
- Rætt er um óvissu í kostnaðaráætlunum. Fjallað er um mat aðfanga og mismunandi sjónarhorn við gerð kostnaðaráætlana.
- Kennd er aðferð til að byggja upp kostnaðaráætlun á grundvelli lágmörkunar óvissu.
- Uppsetning á kostnaðaráætlun.
- Fjárstreymi og unnið virði í eftirfylgni á verkefnum.
Hæfniviðmið
Að þróa hæfni til að taka við verkefni og sundurliða það í áfanga og tímavörður.
Að þróa hæfni til að taka tillit til óvissu í gerð verkáætlunar.
Að þróa hæfni í að gera kostnaðaráætlanir og kostnaðareftirlit.
Fyrirkomulag
Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem þátttakendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 6. og fimmtudagur 8. apríl 2021 frá kl. 8:30 - 12:30
- Lengd8 klst.
- UmsjónSveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vinna í verkefnum og eftirfylgni og kostnaður er stór hluti af daglegu starfi.
- Gott að vita
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.04.2021 | Verkáætlanir | 08:30 | 12:30 | Sveinbjörn Jónsson |
08.04.2020 | Verkáætlanir | 08:30 | 12:30 | Sveinbjörn Jónsson |