Hagstofan | Teymi til árangurs - teymisstjórar
Teymisvinna er árangursríkasta leiðin til þess að sameina styrkleika hvers og eins og styðja við hugmyndaflæði og sköpunargáfu í þeim tilgangi að hámarka árangur heildarinnar. Teymi sem vinna á traustum grunni eru ómetanleg í hverju fyrirtæki.
Á þessu námskeiði er unnið að því að mynda traustan grunn, skilgreina tilgang og markmið teymisins og hlutverk hvers liðsfélaga. Þegar þessi grunnur er sterkur margfaldast áhrif teymisvinnu. Að sama skapi getur það haft slæm áhrif á samvinnu og dregið úr árangri þegar þessi grunnur er ekki til staðar.
Teymisþjálfun er aðlöguð að þörfum hvers teymis fyrir sig þar sem tæklaðar eru þær áskoranir sem teymið stendur frammi fyrir.
Hæfniviðmið
Að þekkja kosti góðrar teymisvinnu.
Að geta nýtt styrkleika sína í teymisvinnu.
Að geta unnið að skilgreindum markmiðum teymis.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og æfingar.Helstu upplýsingar
- Tími13. maí 2025 kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- StaðsetningHagstofa Íslands, Borgartún 21 a, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurTeymisstjórar hjá Hagstofu Íslands
- MatMæting og þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
13.05.2025 | Teymi til árangurs | 09:00 | 12:00 | Íris Sigtryggsdóttir |