Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi skjólstæðinga og starfsfólks.

Helstu námsþættir:

  • Skilningur á starfsemi í félags og heilbrigðisþjónustu
  • Að vinna að lausnum og undir álagi
  • Fjömenningarfærni
  • Vellíðan, smitvarnir
  • Iðja og iðjuþjálfun, umönnun
  • Frumkvæði
  • Gæðavitund og viðskiptavinurinn í brennidepli.

Námið er skipulagt í samræmi við námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Námið spannar 210 klukkustundir.

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 10 eininga á framhaldsskólastigi. 

Hæfniviðmið

Að auka færni og þekkingu þátttekenda á aðstæðum og þörfum skjólstæðinga til að efla lífsgæði þeirra og virkni.

Fyrirkomulag

Kennt verður í dreifnámi í gegnum Teams á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-20. Staðlotur verða einu sinni í mánuði í húsnæði MSS að Krossmóa 4a, 230 Reykjanesbæ, 3. hæð.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    8. janúar - 14. maí 2025. Skráning þarf að berast tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    210 klst.
  • Umsjón
    Aðalbjörg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán E. Hafsteinsson iðjuþjálfi og Torfi Jónsson sálfræðingur
  • Staðsetning
    Microsoft Teams og í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS).
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna í félags og heilbrigðisþjónustu og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga og samstarfssjóða Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

    Aðrir verða að skrá sig hjá MSS.

  • Mat
    Námsmat er byggt á verkefnavinnu og þátttöku. Engin próf.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.01.2025Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis og félagsþjónustu00:0000:00Ýmsir sérfræðingar