Listin að hakka fólk - ertu að láta plata þig?
Bragðvísi (e. social engineering) hefur risið upp sem ein stærsta öryggis ógnin fyrir bæði einstaklinga og stofnanir. Bragðvísi snýst um hvernig hægt er að beita sálfræðilegum aðferðum til þess að plata fólk og ná aðgangi að jafnvel viðkvæmustu gögnum þeirra. Í þessu erindi verður farið yfir þær sálfræðilegu aðferðir sem hakkarar beita til að ná þessu fram, raunveruleg dæmi og þær aðferðir sem við getum notað til að draga úr líkum að við verðum fórnarlamb í slíkum árásum.
Hörn er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Í störfum hennar hjá Syndis og núna Defend Iceland hefur hún borið ýmsa hatta og meðal annars verið „hakkari“ þar sem hún notar þekkingu sína úr sálfræði til að framkvæma bragðvísis árásir (e. social engineering).
Hæfniviðmið
Að þekkja þær sálfræðilegu aðferðir sem hakkarar beita til að plata fólk
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og spurt og svarað í lokin
Helstu upplýsingar
- Tími19. mars 2025 kl. 9.00 - 10.00. Skráningu lýkur 17. mars kl. 12.00
- Lengd1 klst.
- UmsjónHörn Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Defend Iceland
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð6.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja þekkja og varast aðferðir hakkara
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
19.03.2025 | Listin að hakka fólk - Ertu að láta plata þig? | 09:00 | 10:00 | Hörn Valdimarsdóttir |