SharePoint
SharePoint er öflugt samvinnu-verkfæri frá Microsoft sem nota má til að halda utan um og vinna með efni og upplýsingar eins og skjöl, gagnalista, vefsíður og verkefni og jafnvel myndir eða myndbönd.
Námskeiðinu er ætlað að gera þátttakendur að öruggum notendum í SharePoint umhverfinu. Þú kynnist ítarlega helstu virkni kerfisins sem almennir notendur þurfa að þekkja.
Efnistök eru brotin niður í smærri einingar með textapistlum, kennslumyndböndum og léttum æfingum. Nemendur hafa góðan stuðning frá kennara og efnistökum verður bætt við út frá fyrirspurnum nemenda.
Efnistök:
- Notendaviðmót.
- SharePoint svæði, vefpartar og stillingar (News, links, events).
- Samhæfing skjala.
- Að búa til skjalasöfn og lista.
- Tegundir lista.
- Deiling á gögnum.
- Skjalasýn.
- Útgáfusaga.
- Stillingar skjalasafna.
- Office og SharePoint.
- Að búa til síður (e.Pages), skjalasöfn og lista.
- Leit í Sharepoint.
- OneDrive, Office & SharePoint.
Hæfniviðmið
Að kynnast og læra á virkni SharePoint til almennra nota
Fyrirkomulag
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 10. október 2024 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd12 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- Verð34.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja kynnast samvinnu-verkfærinu SharePoint
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
10.10.2024 | SharePoint | 10:00 | 10:00 | Bjartmar Þór Hulduson |