Gervigreind og færni í fullorðinsfræðslu - Tækifæri og áskoranir

Gervigreind er að umbreyta menntun og fullorðinsfræðslu.

Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um grunnþætti gervigreindar, helstu tækifæri sem hún býður upp á í fullorðinsfræðslu og hvernig hægt er að hagnýta hana á árangursríkan hátt. Einnig verður farið yfir hvaða siðferðilegu álitamál þarf að hafa í huga. Þátttakendur munu öðlast innsýn í möguleika gervigreindar í kennslu fullorðinna og læra að meta bæði kosti hennar og takmarkanir.

Hæfniviðmið

Að geta útskýrt grunnatriði sem tengjast gervigreind

Að geta greint tækifæri til að nýta gervigreind í eigin kennslu

Að geta rætt um siðferðilegar áskoranir tengdar notkun gervigreindar í kennslu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur með stuttum umræðum og spurningum í lokin

Helstu upplýsingar

  • Tími
    22. október 2024, kl. 10.00 - 11.00.
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ með doktorspróf í tölvunarfræði frá ETH Zürich og sérþekkingu á sviði hagnýttrar gervigreindar
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    6.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem hafa áhuga á að fræðast um notkun gervigreindar í kennslu
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
22.10.2024Gervigreind og færni í fullorðinsfræðslu - Tækifæri og áskoranir10:0011:00Hafsteinn Einarsson