Skatturinn | Róandi samtalstækni

Það virðist færast í aukana að starfsfólk þjónustustofnana eigi samskipti við fólk sem er á einhvern hátt ósátt og lætur óánægju sína og reiði í ljós við starfsfólkið. Slík hegðun er afar truflandi og getur í sumum tilfellum stigmagnast auðveldlega og skapað þar með öryggisógnun. Ein leið til að lækka spennustigið er að starfsfólkið tileinki sér verklag sem heitir róandi samtalstækni.

Í þessari fræðslustund mun starfsfólk hjá Geðþjónustu Landspítalans ræða um þær meginreglur sem róandi samtalstækni byggir á, hvernig best er að stýra samtalinu inn á jákvæðar brautir og hvað ber að forðast.

Hæfniviðmið

Þátttakendur verði meðvitaðaðri um ógnandi aðstæður

Þátttakendur öðlist aukið öryggi í samskiptum við þjónustuþega í uppnámi

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Erindið verður tekið upp og upptakan sett að námskeiði loknu undir "mínar síður" á heimasíðu Starfsmenntar fyrir skráða þátttakendur. Hún verður aðgengileg í viku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    12. febrúar 2025 kl. 8.30-10.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Hrönn Logadóttir og Hilmar Thor Bjarnason
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá Skattinum
  • Gott að vita
    Námskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
12.02.202508:3010:00Guðrún Hrönn Logadóttir og Hilmar Thor Bjarnason