Mannauðsstjórnunarhlutverk stjórnenda

Hagnýtt námskeið sem hentar öllum þeim sem vilja efla sig í mannauðsstjórnunarhlutverkinu. 

Allir stjórnendur eru að einhverju leyti mannauðsstjórar. Hér eru hagnýtar hugmyndir til að takast á við ólíkar aðstæður sem flestir stjórnendur takast á við oftar en einu sinni á sínum ferli.

Hæfniviðmið

Að geta tekið faglega á móti nýju starfsfólki.

Að geta stjórnað fólki í fjarvinnu.

Að geta lýst höfuðáherslum í frammistöðustjórnun.

Að geta lýst hvaða þættir eru hvetjandi fyrir starfsfólk.

Að geta lýst hvernig starfsþróun á sér stað.

Að geta lokið ráðningarsambandi með faglegum hætti.

Að geta lýst eiginleikum og eðli vinnustaða framtíðarinnar.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.

Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).

Ef þátttakandi er þegar skráður með aðgang hjá Opna Háskólanum í HR mun viðkomandi fá póst frá Starfsmennt til að skrá sig á námskeiðið beint hjá þeim en með greiðsluupplýsingum Starfsmenntar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 19. desember 2024, kl. 09:00 en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Hentar öllum sem vilja efla sig í mannauðsstjórnunarhlutverkinu, hvort sem þeir eru millistjórnendur, verkstjórar, verkefnisstjórar, framkvæmdastjórar og hóp- eða teymisstjórar.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.

  • Mat
    Áhorf
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
19.12.2024Mannauðsstjórnunarhlutverk stjórnenda00:0001:30Herdís Pála Pálsdóttir