SSH | Umönnun fatlaðra

Það er réttur allra manna að búa við öryggi og fá þjónustu við sitt hæfi. Umönnun einstaklinga sem búa við fötlun er gríðarlega mikilvæg og huga þarf að mörgum þáttum, líkamlegum sem og andlegum.

Á námskeiðinu er leitast við að dýpka þekkingu þátttakenda á mikilvægi umönnunar einstaklinga sem búa við hverskyns fatlanir, auka skilning á sýkingavörnum og hvernig hægt er að rjúfa sýkingaleiðir með einföldum sýkingavörnum. Auka skilning á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar og færslutækni, auk þess að skoða vel alla þá umönnun sem kemur að athöfnum daglegs lífs, s.s. munnhirða, næring, endurhæfing/hreyfing, líðan einstaklingsins og geta lesið í svipbrigði umönnunarþega.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir líðan einstaklingsins áður en hafist er handar við umönnun.

Að geta gert grein fyrir og metið ástand húðar, með tilliti til þrýstingssára og húðsýkinga

Að geta gert grein fyrir orsökum og tegundum þvagleka

Að geta gert grein fyrir mikilvægi munnhreinsunar og tannhirðu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    20. nóvember 2024, kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigurlaug Björk Jóhannesdóttir Fjelsted, kennari á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
  • Staðsetning
    Húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag
  • Gott að vita

    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag).

  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
20.11.2024Umönnun fatlaðra13:0016:00Sigurlaug Björk Jóhannesdóttir Fjelsted