SSH | Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

Góð líðan eða aukin hamingja leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu. Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því hvað einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað verður um hamingjuaukandi leiðir sem eru byggðar á rannsóknum á því hvað eykur vellíðan og hamingju. Einnig verður rætt um hvernig vinnustaðamenning ýtir undir hamingju og vellíðan.

Hæfniviðmið

Að auka jákvæðni og gleði í lífi og starfi.

Að geta nýtt ýmsar leiðir til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    1. febrúar, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Ragnhildur Vigfúsdóttir, PCC vottaður markþjálfi og Certified Dare to Lead™ Facilitator
  • Staðsetning
    BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
01.02.2024Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi09:0012:00Ragnhildur Vigfúsdóttir