LRH- Erfið samskipti, viðbrögð og úrvinnsla
Sumir þjónustuþegar eru meira krefjandi en aðrir. Það er því mikilvægt að starfsfólk búi yfir færni til að takast á við þá á árangursríkan hátt. Á vinnustofunni verður fjallað um nytsamlegar leiðir með það að markmiði.
Skoðað verður hvaða framkoma þjónustuþegans reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna – í hverju felst vandinn? Ræddar verða árangursríkar leiðir til að bregðast við ágengri framkomu með því að halda jafnvægi og vera lausnamiðaður.
Farið verður í hvernig hægt er að nýta eigin styrkleika í ólíkum aðstæðum.
Fjallað verður um mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum, að geta sett sig í spor þjónustuþegans og sýna honum skilning án þess að samþykkja allt sem hann segir.
Einnig verða ræddar leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og að taka ekki ásökunum persónulega þar sem lögð verður áhersla á hvernig starfsfólk getur stýrt betur eigin líðan eftir erfið samskipti.
Hæfniviðmið
Að auka færni starfsfólks til að takast á við krefjandi framkomu þjónustuþega.
Fá innsýn inn í hvernig er hægt að nýta eigin styrkleika í ólíkum aðstæðum.
Að geta stýrt betur eigin líðan eftir erfið samskipti.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími30. október 2024, kl. 8.30 - 12. Skráningu lýkur 29. október kl. 12
- Lengd3,5 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir, sérfræðingur og ráðgjafi
- StaðsetningSalur í BSRB húsinu að Grettisgötu 89
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
30.10.2024 | Erfið samskipti, viðbrögð og úrvinnsla | 08:30 | 12:00 | Sigríður Hulda Jónsdóttir |