Hámörkum árangur með gervigreind - greining og ákvarðanir

Á þessu námskeiði nýtum við krafta gervigreindarlíkana á borð við ChatGPT, til að efla hugsun og ákvarðanatöku.Við lærum hvernig beita má gervigreindinni til að bæta og flýta verulega greiningu og ákvarðanatöku. Þátttakendur öðlast færni í að nýta gervigreind við greiningu orsaka og afleiðinga gagnvart flóknum viðfangsefnum og auka þannig færni sína í starfi og framtíðarmöguleika.

Á þessu námskeiði er útskýrt, skref fyrir skref hvernig nota má gervigreindarlíkön til að hraða og bæta greiningu orsaka og afleiðinga. Notast er við markvissa aðferðafræði við greiningu vandamála og mótun úrlausna, Logical Thinking Process, sem grundvallast á kenningum og aðferðum stjórnunarfrömuðarins Dr. Eliyahu M. Goldratt, og nemendur læra um leið grundvallaratriði hennar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Greiningu og ákvarðanir, sýnilegar og ósýnilegar (explicit, tacit) upplýsingar.
  • Eigindlega og megindlega (qualitative, quantitative) greiningu og hlutverk röklegrar nálgunar.
  •  Tungumálalíkönin, eiginleika þeirra, styrkleika og veikleika og notkunarmöguleika við greiningu orsaka og afleiðinga.
  • Yfirlit yfir röklegt hugsunarferli (Logical Thinking Process) og dæmi um notkun.
  • Beitingu tungumálalíkana við greiningu orsaka og afleiðinga. Dæmi um notkun. Þjálfun í að beita fyrirfram skilgreindum, skipulegum fyrirmælum til að hámarka árangur.

Hæfniviðmið

Að geta beitt gervigreind til að hraða og bæta greiningu og ákvarðanatöku gagnvart flóknum viðfangsefnum.

Að öðlast innsýn í styrkleika og veikleika gervigreindarlíkana þegar kemur að greiningu orsaka og afleiðinga, hvernig nýta má styrkleikana og fást við veikleikana.

Að þekkja grundvallaratriði Logical Thinking Process, sem er öflug aðferðafræði fyrir ákvarðanatöku og greiningu.

Að geta nýtt sér aðferðir sem auðvelda notkun gervigreindar til að auka eigin afköst, árangur og möguleika í starfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvu eða spjaldtölvu. Ekki er krafa um að hafa greidda áskrift að GPT 4 þótt mælt sé með því, en ókeypis áskrift að GPT 3.5 er skilyrði.
Til að setja upp áskrift þarf að fara inn á vef OpenAI, chat.openai.com

Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. og 26. september 2024, kl. 12:30 - 16:30. Skráningu lýkur 10. september kl. 10.00.
  • Lengd
    8 klst.
  • Umsjón
    Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi, BA-próf í heimspeki, MBA-próf frá INSEAD og er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process aðferðafræðinni.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er afar gagnlegt fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað fagfólk sem þarf að taka ákvarðanir um flókin viðfangsefni og vill auka hæfni sína í að beita markvissri greiningu orsaka og afleiðinga með hjálp nýrrar tækni.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.09.2024Hámörkum árangur með gervigreind - greining og ákvarðanir12:3016:30Þorsteinn Siglaugsson
26.09.202412:3016:30